Nýr Thermoformer fyrir Íslenskt Sjávarfang Þingeyri

Íslenskt Sjávarfang hefur nýlega tekið við nýrri R126 Termoformer pökkunarvél frá Multivac á starfsstöð sinni á Þingeyri.

Þessi nýja vél mun gera fyrirtækinu kleift að pakka fersku sjávarfangi á hagkvæman og skilvirkari hátt, bæta geymsluþol, draga úr þörf á endurpökkun og auka þannig verðmæti afurða sinna.

Þessar mynd var tekinn eftir að búið að var að setja upp vélina í október og Sigurður Pétur Jónsson, vinnslustjóri, stillti sér um við hliðina á henni. Í bakgrunni má sjá eldri R530 Multivac vél sem Íslenskt sjávarfang átti fyrir.

Íslenskir fiskframleiðendur eru í auknum mæli farnir að horfa til auka fjölbreytni í umbúðum og frágangi á afurða sinna, með því er horft til að auka geymsluþol, fækka milliliðum með því að ganga frá afurðum beint í neytendaumbúðir og auka þannig verðmæti vörunnar.

Multivac býður upp á breitt úrval pökkunarlausna fyrir fiskframleiðendur, má þar nefna Thermoformer vacumvélar og tray-sealer. Hér má sjá yfirlit yfir lausnirnar okkar: Multivac Fish


Jafnframt býr Mutlivac yfir mikilli þekkingu á umbúðum af öllum toga og rekur nýsköpunarsetur um umbúðahönnun og pökkun í höfuðstöðvum sínum í Wolfertschwenden. Þar geta viðskiptavinir okkar komið og unnið að hönnun á umbúðarlausnum með umbúðar- og pökkunarlausnarsérfræðingum okkar.


Við óskum Íslensku Sjávarfangi til hamingju með nýju vélina og hvetjum alla sem vilja kynna sér nýjungar í umbúðarhönnun að hafa samband við sérfræðinginn okkar í fiskiðnaði:

Bjarna Svein Benediktsson í síma 554 2100

eða skjóta á hann línu:  bjarni.benediktsson@is.multivac.com

Fyrri

Nýtt samstarf - Ball Europe

Nýtt samstarf- MultiVac Ísland og Ball Europe Auki...
Lesa meira...
Næsta

Plöstun á flugkössum

Plöstun á flugkössum með flowpak pökkunarvél
Lesa meira...