Plöstun á flugkössum í FlowPack

Stór hluti ferskra sjávarafurða er fluttur frá Íslandi með flugi og hluti þeirra fer með almennu farþegaflugi, í þeim tilfellum þarf að tryggja að ekki sé hætta á lekum úr umbúðunum.


Flowpack pökkun er frábær leið til að ganga tryggilega frá frauðplastkössum sem eiga að fara í flug. Vélarnar ráða við algengstu stærðir frauðplastkassa sem notaðir eru í útflutningi með flugi og hægt er að mata mismunandi stærðir, hverja eftir annarri án þess að nokkuð þurfi að eiga við stillingar. Plöstunin gefur kassanum aukinn styrk, kemur í veg fyrir að lok geti losnað af og hindrar að vökvi leki úr kassanum.


Hérna má sjá myndband af flowpack vél við plöstun á frauðplastkössum. Video


Nýverið tók fiskvinnslan Erik the Red í notkun nýja flowpack pokkunarvél og notar hana  til að plasta allar afurðir sem fara í flug frá starfstöð sinni í Keflavík. Hér má sjá Ketill Helgason, eigandi Erik the Red stilla sér upp við nýju vélina.

Vélin kemur að góðum notum hjá Erik the Red, þar sem renna allt að 1000 kassar í gegnum hana á dag og spara umtalsverða vinnu miðað við plöstun á kössunum, sem áður var gerð í höndum með plastpokum og límbandi.


Við óskum Katli og starfsfólkinu hjá Erik the Red til hamingju með nýju vélina og hvetjum alla sem vilja kynna sér betur kosti flowpack plöstunnar á frauðplastkössum að hafa samband við sérfræðinginn okkar Bjarna Benediktsson í síma 554-2100 eða skjóta á hann tölvupósti á bjarni.benediktsson@is.multivac.com

Fyrri

Nýr Thermoformer fyrir Íslenskt Sjávarfang Þingeyri.

Nýr Thermoformer fyrir Íslenskt Sjávarfang Þingeyr...
Lesa meira...
Næsta

Multivac og Handtmann á Future Pet Food Conference

Multivac og Handtmann á Future Pet Food Conference...
Lesa meira...