Multivac og Handtmann á Future Pet Food Conference: Ný tækifæri fyrir íslenska matvælaframleiðendur
Á dögunum fór Multivac á Íslandi, ásamt hópi viðskiptavina, á Future Pet Food Conference sem haldin var í höfuðstöðvum Handtmann í Biberach, Þýskalandi. Multivac og Handtmann stóðu saman að ráðstefnunni, sem hefur vaxið að umfangi og mikilvægi á gæludýrafóðursmarkaðnum og miðar að því að styðja framleiðendur við að nýta nýjustu framleiðslutækni og öðlast innsýn í vaxandi markað.
Ráðstefnan bauð upp á fjölbreytta fyrirlestra þar sem sérfræðingar á sviði gæludýrafóðurs deildu dýrmætri þekkingu. Fjallað var um málefni sem varða allan lífsferil vörunnar, svo sem hráefnisval, næringargildi, framleiðslutækni, pökkunarlausnir og samfélagslega ábyrgð. Gæludýrafóður er ört vaxandi iðnaður með stóran markað og sífellt hærri kröfur um gæðastandard, þar sem íslenskt hráefni – bæði úr sjávarfangi og landi – getur spilað lykilhlutverk.
Multivac á Íslandi vinnur markvisst með íslenskum matvælaframleiðendum að því að mæta þessum kröfum með alhliða framleiðslulausnum sem stuðla að öryggi, gæðum og sjálfbærni. Með því að ferðast saman á ráðstefnuna fengu íslenskir framleiðendur ekki aðeins nýjustu þekkingu heldur einnig aðgang að fullkomnustu tækni á markaðnum. Þeir eru því vel í stakk búnir til að hasla sér völl á gæludýrafóðurmarkaðnum með sterka vöru. Við hjá Multivac sjáum fyrir okkur að þessi ráðstefna muni gefa íslenskum framleiðendum fljúgandi start með nýjustu framleiðslu- og pökkunarlausnir frá Multivac og Handtmann og þannig setja sterkan svip á framtíð gæludýrafóðurs.
Linkur á ráðstefnuna: Future Pet Food - Conference 2024
Ertu matvælaframleiðandi með áhuga á að kanna möguleika gæludýrafóðursmarkaðarins? Hafðu samband við okkur hjá Multivac á Íslandi og sjáðu hvernig við getum hjálpað þér að hasla þér völl á þessum ört stækkandi markaði!