Nýtt samstarf- MultiVac Ísland og Ball Europe Aukin þjónusta við íslensk handverksbrugghús

Við hjá MultiVac Ísland erum stolt að tilkynna nýtt og spennandi samstarf við Ball Europe, eitt af leiðandi fyrirtækjum í framleiðslu á drykkjarumbúðum. Þessi samvinna markar tímamót í þróun og framboði á gæðaumbúðum fyrir íslensk handverksbrugghús.

Hvað þýðir þetta fyrir íslensk handverksbrugghús?
Með þessu samstarfi opnast ný tækifæri fyrir handverksbrugghús á Íslandi. Við munum bjóða upp á hágæða dósir frá Ball Europe sem eru sérhannaðar fyrir átöppun á bjór og öðrum kolsýrðum drykkjum. 


Afhending og aðgengi
Með þessari samvinnu mun Multivac Ísland tryggja aukna framboð og skjóta afhendingu á áldósum Ball Europe til íslenskra handverksbrugghúsa. Þetta þýðir styttri biðtími fyrir afhendingu og aðgengilegri þjónustu fyrir viðskiptavini okkar.


Hafðu samband!
Við hvetjum öll íslensk handverksbrugghús til að kynna sér úrvalið og þessa nýju þjónustu í afhendingu áldós á íslandi.  Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá Rúnari Helgasyni, í síma 554 2100 eða með því að póst á runar.helgason@is.multivac.com

Fyrri

Ný Kolbe hakkavél til Reykjagarðs

Til hamingju Reykjagarður með nýju Kolbe hakkavéli...
Lesa meira...
Næsta

Nýr Thermoformer fyrir Íslenskt Sjávarfang Þingeyri.

Nýr Thermoformer fyrir Íslenskt Sjávarfang Þingeyr...
Lesa meira...